Viðskiptaráð Íslands

Er íslensk króna orðin jafngild erlendri?

Þrátt fyrir að niðurstaða stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærunum sé skiljanleg og mögulega sú rétta hringja háværar viðvörunarbjöllur þegar algjörlega er skautað fram hjá lykilatriði í leið að niðurstöðunni.

Í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra um hertar aðgerðir á landamærunum er farið um víðan völl. Það sem þar er ekki að finna er þó sennilega athyglisverðast. Ekki er orði minnst á greiðslujöfnuð, 19% veikingu krónunnar, gjaldeyristekjur eða annað slíkt þrátt fyrir að aðgerðinni sé beint að langstærsta uppruna gjaldeyris síðustu ára – ferðaþjónustu.

Fyrir lítið land með einhæfa framleiðslu er útflutningur grundvallarforsenda innflutnings sem er svo aftur mikilvægur þáttur í okkar neyslu, fjárfestingum og daglegu lífi. Því er ekki hægt að bera saman framlag innlendrar neyslu og útflutningstekna til landsframleiðslu eins og það kemur af skepnunni þar sem annað (neysla) er að talsverðu leyti háð hinu (útflutningstekjum). Með einföldun má segja að ferðaþjónusta hafi séð fyrir þeim gjaldeyri sem þurfti til að flytja inn allar mat-, fjárfestingar- og neysluvörur auk flutningatækja árið 2019. Og gott betur (sjá mynd).

Hvort hertar aðgerðir séu efnahagslega skynsamlegar er í ljósi óvissunnar erfitt að fullyrða um. Þrátt fyrir að niðurstaða stjórnvalda sé skiljanleg og mögulega sú rétta hringja háværar viðvörunarbjöllur þegar algjörlega er skautað fram hjá lykilatriði í leið að niðurstöðunni.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Greinin birtist fyrst í „Ráðdeildinni“ í Markaðnum 19. ágúst 2020.

Tengt efni

Innstæðulaus inngrip í kjarasamninga

„Í stað innstæðulausra inngripa í kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði ættu …
17. október 2024

Lofts­lag eða lífs­kjör: bæði betra

Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í …
25. september 2024

23 ár af skýrslum og starfshópum

Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við …
4. september 2024