Geta, hugvit og aðlögunarhæfni mannsins vekur manni undrun á hverjum degi. Öll höfum við samt galla og sumir eiginleikar okkar geta verið til trafala. Einn þeirra er tilhneiging okkar mannfólks til þess að bregðast við neikvæðum hugsunum með sterkari hætti en jákvæðum hugsunum. Sálfræðingar hafa nefnt þennan galla „neikvæðni-bjögun“ sem lýsir sér til dæmis í því að ef við sjáum mynd af einhverju sem vekur jákvæðar tilfinningar (t.d. ungbörn) eða neikvæðar tilfinningar (t.d. dauður fugl) þá sýnir heilinn mun sterkari viðbrögð við því neikvæða. Þetta hafa rannsóknir í sálfræði sýnt fram á og því hefur verið haldið fram að þetta sé hluti af okkar sjálfsbjargarviðleitni til að forðast hættur.
Við erum ekki sálfræðingar og ætlum því ekki að rýna nánar í hvað veldur, en þessi niðurstaða er engu að síður áhugaverð sé henni varpað yfir á stöðu mála á Íslandi. Enginn velkist í vafa um að skortur á heilbrigðri gagnrýni getur komið okkur í koll en engu að síður virðist sem við höfum stundum farið of langt í hina áttina á síðustu mánuðum þegar heyrst hafa daglegar fréttir af átökum á vinnumarkaði, loðnubresti og erfiðleikum í flugrekstri og ferðaþjónustu.
Ekki skal gert lítið úr þeim áskorunum og áhrifum. Hvort sem neikvæðnin hefur sigrað jákvæðnina eða ekki virðist samt gott tilefni til þess að það séu sterkar og efnislegar forsendur til að líta á stöðu mála með björtum augum. Sagt er að á móti hverri neikvæðri tilfinningu þurfi tíu jákvæðar tilfinningar eða upplifanir til að vega upp á móti neikvæðninni svo hér eru 10 jákvæð atriði:
Horft fram á veginn eru miklar áskoranir, t.d. uppbygging nýrra atvinnugreina, tæknibreytingar, barátta gegn hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Sagan og upptalningin hér að ofan sýnir okkur að við getum tekist á við þær.
Við erum sífellt að reyna að feta hinn gullna meðalveg bjartsýni og varfærni. Lífið er vissulega hverfult og gangur atvinnulífsins er upp og ofan. Þá er gott að muna að stundum er púki sem togar huga okkur að ósekju á neikvæðar slóðir – höldum honum á mottunni.
Höfundar eru Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10.maí 2019