Viðskiptaráð Íslands

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í vetur?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála ríkisstjórnarinnar á nýafstöðnum vetri. Samtals höfðu 63 þingmál ríkisstjórnarinnar markverð áhrif og heildaráhrif þeirra eru lítillega jákvæð. Áhrif eftir ráðuneytum voru misjöfn, en þingmál Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skiluðu mestum ávinningi.

Á nýafstöðu þingi lagði ríkisstjórnin fram 148 lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Af þeim náði 121 mál fram að ganga, mörg hver í blálok þingvetrar. Af þeim málum sem voru samþykkt á Alþingi höfðu 63 mál efnahagsleg áhrif, ýmist jákvæð eða neikvæð.

Alls voru ellefu mál metin með markverð neikvæð áhrif. Þar má til dæmis nefna ný húsaleigulög, sem munu draga úr framboði leiguhúsnæðis, og fjárlög, þar sem lítið var dregið úr útgjöldum en skattar hækkaðir. Þá höfðu öll þingmál í tengslum við undirritun kjarasamninga neikvæð áhrif, til dæmis sérstakur vaxtastuðningur, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hækkun húsnæðisbóta. Loks fól rúmlega helmingsaukning listamannalauna í sér ófjármagnaða útgjaldaaukningu og hækkun umsýslukostnaðar við úthlutanir.

Efnahagsleg áhrif þingmála voru misjöfn eftir ráðuneytum. Áhrif Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, voru þar jákvæðust. Sjö mál voru þingfest úr hennar ráðuneyti og höfðu þau öll jákvæð áhrif. Þar má til dæmis nefna ákvæði um opið aðgengi að opinberum gögnum og aðgerðir til að efla hugverkageirann á Íslandi.

Sala Íslandsbanka jákvæðust, 11 neikvæð mál

Eitt mál var metið með veruleg jákvæð efnahagsleg áhrif í vetur, en það er heimild til sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Frumvarpið felur í sér heimild ráðherra til að ljúka sölu á bankanum og þar með draga úr umsvifum ríkisins á bankamarkaði. Það mál mun hafa mikil jákvæð áhrif þegar kemur að opinberum skuldum, vaxtagreiðslum og heilbrigðri samkeppni á bankamarkaði.

Alls voru ellefu mál metin með markverð neikvæð áhrif. Þar má til dæmis nefna ný húsaleigulög, sem munu draga úr framboði leiguhúsnæðis, og fjárlög, þar sem lítið var dregið úr útgjöldum en skattar hækkaðir. Þá höfðu öll þingmál í tengslum við undirritun kjarasamninga neikvæð áhrif, til dæmis sérstakur vaxtastuðningur, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hækkun húsnæðisbóta. Loks fól rúmlega helmingsaukning listamannalauna í sér ófjármagnaða útgjaldaaukningu og hækkun umsýslukostnaðar við úthlutanir.

Tækifæri til að safna fleiri stigum

Í úttektinni fór Viðskiptaráð yfir öll þingmál ríkisstjórnarinnar sem fram náðu að ganga á nýafstöðnum þingvetri. Við mat á áhrifum mat ráðið fyrst hvort þingmálið hefði áhrif á atvinnu- og efnahagslíf. Ef svo var þá var málinu gefin einkunn á skalanum 1-3 með jákvæðu eða neikvæðu formerki, eftir því hvort efnahagslegu áhrifin eru lítil, miðlungs, eða mikil. Mál þingnefnda voru undanskilin í úttektinni auk þingmála vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga og fjáraukalaga.

Heildarniðurstaða liðins vetrar er að efnahagsleg áhrif þingmála ríkisstjórnarinnar hafi verið lítillega jákvæð. Viðskiptaráð hvetur bæði stjórnvöld og einstaka ráðherra til að gera betur næsta vetur. Það mun endurspeglast í fleiri stigum sumarið 2025, þegar þessi úttekt verður endurtekin, en ekki síður í bættum lífskjörum þeirra sem hér búa.

Uppgjör þingvetrar 2023-2024 (Excel)

Umfjöllun í fjölmiðlum:

mbl.is: Meta bankasöluna jákvæðasta fyrir efnahagslífið
vb.is: Ás­laug Arna skilaði mestum efna­hags­legum á­vinningi
dv.is: Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í vetur?

Tengt efni

Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif

Viðskiptaráð hefur metið efnahagsleg áhrif 150 loftslagsaðgerða stjórnvalda. …
18. september 2024

Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla

Afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%. Þetta kemur fram í nýrri …
8. ágúst 2024

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Greining á kostnaði fyrirtækja vegna innleiðingar á sjálfbærniregluverki …