Málefnahópar

Mikilvægt er að Viðskiptaráð haldi víðtækum tengslum við atvinnulífið. Til margra ára hefur sérstökum málefnahópum verið komið á fót innan ráðsins til þess að vinna að sértækum málum sem eru í brennidepli hverju sinni. Málefnahópar þessi eru skipaðir fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi sem saman mynda breiða heild hagsmuna sem tekið er tillit til í starfinu. Í upphafi 100 ára afmælisársins 2017 voru stofnaðir efnahags-, alþjóða- og fjölbreytnihópar sem koma til með að marka stefnu sinna málefnaflokka og fylgja þeim eftir. Að lokinni stjórnarkosningu ársins 2018 bættist við nýsköpunarhópur ráðsins og alþjóðahópurinn sameinaðist honum. Það er því stærsti málefnahópurinn af þremur, enda brýn þörf á sem flestum sjónarmiðum og vigt inn í umræðu og aðgerðir málaflokksins.

Þeir málefnahópar sem starfræktir eru núna til ársins 2020 eru: