Hér má finna ýmis myndbönd frá Viðskiptaráði, svosem örskýringar á ýmsum málefnum, viðtöl og fyrirlestra frá Viðskiptaþingi og upptökur frá fundum.
Myndband frá Viðskiptaþingi 2023
Myndband frá Viðskiptaþingi 2022
Upptaka frá kynningu Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD 2023. Fundurinn fór fram í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. júní.
„Stóra myndin í þessu snýst um stefnumótun. Það þarf að horfa á þennan málaflokk meira formlega og marka stefnu um að við ætlum að byggja upp hér öflugan alþjóðageira sem byggir á hugviti. Þetta myndi senda skýr skilaboð í gegnum allt kerfið.“
Á Viðskiptaþingi 2021 töluðu þær Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hjá Marel og Liv Bergþórsdóttir hjá Orf líftækni um umhverfi fyrirtækja til rannsókna og þróunar, einkum sem snýr að því að fá hingað erlenda sérfræðinga.
„Við þurfum að búa til þessi verðmætu störf vegna þess að við erum ekki að fara að keppa við aðrar þjóðir þegar kemur að lægri kostnaði í framleiðslu, við erum bara komin langt upp fyrir það í launakostnaði.“
„Þeim finnst mjög fjölskylduvænt að búa á Íslandi, þau eru oft búsett nálægt vinnunni og finnst það frábær lífsgæði, ofboðslega ánægð með leikskólakerfið, finnst það allt frábært. Þau tala hins vegar öll um að Ísland sé lokað, það sé erfitt að kynnast Íslendingum.“
„Í staðinn fyrir að hugsa um að búa til 20.000 ný störf, af hverju hugsum við ekki um að búa til 200.000 ný störf?... Hugsum aðeins stærra, þegar maður gerir það þá koma til manns hugmyndir sem maður myndi ekki leyfa sér að hafa áður.“
„Við búum í frábæru land… Við höfum ótrúlega margt. Við megum ekki vera lítil í okkur, við þurfum að segja þessa hluti.“
Viðskiptaþing 2021 fór fram í opinni vefútsendingu fimmtudaginn 27. maí.
„Hvað er hinn íslenski playlist-i? Fólk vill kynnast og átta sig á… Fólk vill skilja Bubba Morthens“ Á Viðskiptaþingi talaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, meðal annars um hvernig við getum persónulega tekið betur móti fólki sem hingað flytur.
Loftslagsmál verða í forgrunni í Verkkeppni Viðskiptaráðs, (e. case competition). Í keppninni hafa 3-5 manna lið eina helgi til þess að mæta „Milljón tonna áskoruninni“ og svara því hvernig Ísland mætir skuldbindingum sínum samkvæmt Parísarsáttmálanum. Milljón krónur í verðlaun fyrir sigurliðið.http://www.vi.is/verkkeppni#verkkeppni
„Ekki vera klasasprengjuframleiðandi"
-Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum mörkuðum í Svíþjóð sló á létta strengi með alvarlegum undirtón í erindi sínu um grænar fjárfestingar. Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors.
„Verum dugleg að deila okkar þekkingu og reynslu þvert á atvinnugreinar og innan atvinnugreina. Þetta er ekki samkeppnismál, það er ekkert að keppa um – við eigum bara eina jörð.“
- Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir flutti erindi sitt á Viðskiptaþingi 2020 sem bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir tengir heilbrigði jarðarinnar við lýðheilsu og segir frá ferð krókódílaheila síns á Búlluna m.a. Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors.
Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - fjárfestingar og framfarir án fótspors. Þingið fjallaði um það hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni .#viðskiptaþing
Í nýrri umsögn um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar fögnum við m.a. jöfnun tekjuskatts og aðgerðum í þágu nýsköpunar. Við leggjum jafnframt til markvissari stuðning við fyrirtækin í landinu með útfærslu stuðningslána sem byggir á föstum kostnaði og er í hlutfalli við tekjutap. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, reifar málið á örum 60 sekúndum.
Viðskiptaþing bar yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors