Afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Þar vegur þyngst sú töf sem orðið hefur á uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna.
Hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. Viðskiptaráð telur að svigrúm fyrir slíkri lausn sé til staðar.
Þar kemur eftirfarandi fram:
Ef kröfuhafar koma sér ekki saman um gerð nauðasamninga sem falla innan svigrúms þjóðarbúsins væri æskilegra að slitameðferð verði lokið með gjaldþrotaskiptum en að núverandi ástand vari áfram um fyrirsjáanlega framtíð.