Viðskiptaráð Íslands

Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna

Afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Þar vegur þyngst sú töf sem orðið hefur á uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna.

Hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. Viðskiptaráð telur að svigrúm fyrir slíkri lausn sé til staðar.

Hér má nálgast skoðunina

Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Svigrúm fyrir nauðasamningum er til staðar hjá bæði þjóðarbúinu og kröfuhöfum
  • Þríþættur ágreiningur er til staðar vegna nauðasamninga: efnislegur, lagalegur og deilur um aðkomu stjórnvalda
  • Rekstrarkostnaður þrotabúanna er kominn yfir 100 ma. kr. Kröfuhafar verða af um 260 ma. kr. fyrir hvert ár af töfum á útgreiðslu eigna þrotabúanna
  • Mögulegt er að búin verði tekin til gjaldþrotaskipta eftir þremur leiðum: að frumkvæði slitastjórna, kröfuhafa eða löggjafans

Ef kröfuhafar koma sér ekki saman um gerð nauðasamninga sem falla innan svigrúms þjóðarbúsins væri æskilegra að slitameðferð verði lokið með gjaldþrotaskiptum en að núverandi ástand vari áfram um fyrirsjáanlega framtíð.

Hér má nálgast skoðunina

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024