Glæsilegt hátíðarrit var gefið út í tilefni af 100 ára afmæli ráðsins þann 17. september síðastliðinn. Er ritið nú opið landsmönnum öllum á rafrænu formi. Í bókinni er 100 ára saga Viðskiptaráðs rituð af sagnfræðingunum Magnúsi Sveini Helgasyni og Stefáni Pálssyni. Bókina prýðir fjöldi mynda og fróðleikur ásamt kveðjum frá forseta Íslands og forsætisráðherra. Þar eru einnig viðtöl við forsvarsmenn þeirra aðildarfélaga er fylgt hafa ráðinu í yfir 90 ár. Að lokum er gægst inn í framtíðina með fjölbreyttum gestaskrifum. Bókin er einnig fáanleg í hörðu eintaki, í takmörkuðu upplagi, á skrifstofu ráðsins, Borgartúni 35.
Ritstjórar:
Védís Hervör Árnadóttir og Ásta S. Fjeldsted
Ljósmyndun:
Baldur Kristjáns
og Snorri Björns (bls. 102, 164 og 199)
Hönnun og umbrot:
Jökulá
Prentun: Prentmiðlun
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Hér má fletta ritinu: