Aðalfundur 2018

Þann 14. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands. Á fundinum var meðal annars gerð grein fyrir úrslitum í kjöri til formanns og stjórnar Viðskiptaráðs Íslands fyrir kjörtímabilið 2018 – 2020.

Stjórnarkjör
Stjórn ráðsins er skipuð 38 einstaklingum. 37 stjórnarmönnum og formanni.

Katrín Olga Jóhannesdóttir var endurkjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands 2018-2020.

Í stjórn Viðskiptaráðs 2018-2020 voru kjörin eftirfarandi (í stafrófsröð):

Andri Þór Guðmundsson

Anna Björk Bjarnadóttir

Ari Fenger

Ágústa Johnson

Ármann Þorvaldsson

Baldvin Björn Haraldsson

Bergþóra Þorkelsdóttir

Birgir Sigurðsson

Birna Einarsdóttir

Brynja Baldursdóttir

Eggert Þ. Kristófersson

Erna Gísladóttir

Finnur Oddsson

Guðmundur J. Jónsson

Guðmundur Þorbjörnsson

Gylfi Sigfússon

Helga Melkorka Óttarsdóttir

Hrund Rudólfs

Höskuldur Ólafsson

Katrín Pétursdóttir

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

Lilja Björk Einarsdóttir

Linda Jónsdóttir

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir

Magnús Þór Ásmundsson

Pálmar Óli Magnússon

Ragna Árnadóttir

Salóme Guðmundsdóttir

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Sigurður Páll Hauksson

Sigurður Viðarsson

Stefán Sigurðsson

Sveinn Sölvason

Viðar Þorkelsson

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Ægir Már Þórisson

Skýrslu aðalfundar 2018 má nálgast hér

Kynjahlutföll nýkjörinnar stjórnar eru nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Er það langhæsta hlutfall kvenna í stjórn Viðskiptaráðs frá stofnun ráðsins fyrir rúmum hundrað árum síðan.

Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.

Kjörnefnd skipuðu : Árni Árnason, Benedikt Jóhannesson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Kristín Guðmundsdóttir, Þórarinn Sigþórsson og Þórður Magnússon.

Lagabreytingar

Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands var rétt í þessu samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn. Framvegis verður því gerð krafa um að hlutfall hvors kyns í stjórn ráðsins sé ekki lægra en 40%. Með breytingunni vill Viðskiptaráð tryggja fjölbreytta samsetningu stjórnarinnar og sýna gott fordæmi í íslensku viðskiptalífi. Breytingin var samþykkt samhljóða.

Breytingartillögurnar voru eftirfarandi:

Viðbætur við 15. gr. laga VÍ
3. mgr.: Kynjahlutföll í stjórn skulu vera þannig að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%.
4. mgr.: Náist ofangreind kynjahlutföll ekki við kosningu stjórnar á aðalfundi skal sá er fékk flest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er fæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu. Hafi slík kynjahlutföll ekki enn náðst skal sá er fékk næstflest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er næstfæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu o.s.frv. þar til hlutföllin samræmast kröfu 3. mgr.

Viðbót við 17. gr. laga VÍ
17. gr.
Kjörnefnd, skipuð 5-7 einstaklingum, kosin af aðalfundi Viðskiptaráðs, annast, ásamt framkvæmdastjóra eða staðgengli hans, undirbúning og framkvæmd stjórnarkosningar. Þau sjá um, að aðildarfélögum sé sendur kjörseðill 15 dögum fyrir aðalfund. Kosningu er lokið kl. 17 daginn áður en aðalfundur hefst. Kjörnefnd úrskurðar allan ágreining varðandi kosningarnar og ræður afl atkvæða úrslitum mála. Forfallist kjörnefndarmaður er stjórn ráðsins heimilt að skipa annan í stað viðkomandi úr hópi aðildarfélaga.

Á kjörseðli skal standa hve mörg atkvæði hann veitir. Kjörseðillinn skal vera þannig úr garði gerður að formann skal kjósa sérstaklega en stjórnarmenn í einu lagi. Kjörseðlinum skulu fylgja ábendingar stjórnar Viðskiptaráðs um a.m.k. 57 manns, þar af a.m.k. 15 af hvoru kyni, tilkynning um frambjóðendur til formanns, svo og félagatal ráðsins.

Fylgigögn

Ábendingalisti

Félagatal

Lagabreytingartillögur

Umsjón með framkvæmd stjórnarkjörs höfðu Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs, og kjörnefnd sem kosin var á þarsíðasta aðalfundi. Allar frekari upplýsingar veitir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510-7100.