Viðskiptaráð Íslands

Lög um orlof húsmæðra tímaskekkja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra. Frumvarpinu er ætlað að fella úr gildi lög um orlof húsmæðra og er það fagnaðarefni að mati ráðsins. Bendir ráðið á að atvinnuþátttaka kvenna hafi aldrei verið meiri (80% á árinu 2016) og því tímaskekkja að sveitarfélög standi straum af kostnaði við að greiða orlofsferðir húsmæðra. Viðskiptaráð telur það jafnframt ekki samrýmast sjónarmiðum um jafnrétti að öðru kyninu standi til boða að fara í orlofsferðir vegna starfa sinna á heimili en hinu kyninu standi ekki slíkt til boða fyrir sama starf. Sér í lagi þegar litið er til þess að orlof húsmæðra stendur þeim konum til boða sem starfa á almennum vinnumarkaði og eiga því lögbundinn rétt til orlofs. Viðskiptaráð tekur því undir með frumvarpinu og telur tímabært að lögin verði felld úr gildi.

Lesa umsögnina í heild

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024