Viðskiptaráð Íslands

Skattar á skatta ofan

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögnum um tvö lagafrumvörp í tengslum við fjárlög fyrir árið 2019. Um er að ræða breytingar á ýmsum lögum og aðrar aðgerir í samræmi við forsendur fjárlaga og snúa að mestu leyti að skattkerfinu.

Í fyrri umsögninni um ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019 (mál nr. 2) kemur eftirfarandi fram:

  • Heildstæð endurskoðun á tekju- og bótakerfinu með einfaldleika að markmiði er jákvæð
  • Endurskoða þarf innbyggða skattahækkun í tekjuskattskerfinu
  • Vaxtabætur ber að afnema og á móti á að lækka skattbyrði með öðrum hætti
  • Lækkun tryggingagjalds er jákvæð en gjaldið þarf að lækka enn meira

Lesa umsögn (mál nr. 2)

Í seinni umsögninni um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019 (mál nr. 3) kemur eftirfarandi fram:

  • Krónutöluhækkanir ýta undir verðbólgu og ber því að halda undir verðbólgumarkmiði
  • Viðskiptaráð leggst gegn frekari hækkun áfengisgjalds
  • Hækkun kolefnisgjalds á að vera tekjuhlutlaus og því ber að lækka skatta sem því nemur
  • Viðskiptaráð setur stórt spurningarmerki við aukin framlög til þjóðkirkjunnar og kristnisjóðs

Lesa umsögn (mál nr. 3)

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025