Viðskiptaráð Íslands

Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (177. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.

Í 3. gr. frumvarps þessa er lagt til að heimild lífeyrissjóða til að eiga allt að 20% af hlutafé í samlagshlutafélögum verði framlengd um eitt ár, til ársloka 2014. Viðskiptaráð styður þessa ráðstöfun enda ljóst að enn er veruleg þörf á eigin fé í íslensku atvinnulífi. Að sama skapi er brýnt að finna umtalsverðri fjárfestingarþörf sjóðanna farveg í ólíkum eignaflokkum til að tryggja undirliggjandi áhættudreifingu og stuðla þannig að sem bestri og öruggastri ávöxtun lífeyris landsmanna. Slík dreifing næst ekki nema að takmörkuðu leyti innan ramma haftanna. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024