Viðskiptaráð Íslands

Lagafrumvarp um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni (158. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.

Viðskiptaráð fagnar frumvarpi þessu enda felst í því áframhald á annars ágætri vinnu innan stjórnarráðsins síðustu ár. Frá því lög um opinberar eftirlitsreglur voru sett árið 1999 hefur verið ráðist í margs konar umbótavinnu. Má þar nefna átakið Einfaldara Ísland en á grunni þess var t.a.m. gátlisti fyrir frumvörp tekinn í gagnið til að vanda betur undirbúning þeirra, sérstök handbók gefin út um frumvarpasmíð og ráðuneytin settu sér einföldunaráætlanir fyrir gildandi regluverk.

Í þessari vinnu var mið tekið af vinnu í öðrum löndum s.s. í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi auk verkefna á vegum ESB og OECD. Þá hafa þjóðir á borð við Holland og Svíþjóð einnig lagt mikla áherslu á þennan málaflokk, með góðum árangri. Hvatinn að baki þessari stefnumótun er sá að einfalt og skilvirkt regluverk getur skilað miklum ábata s.s. fyrir starfsskilyrði atvinnulífs, atvinnusköpun, vernd grundvallarréttinda, skilvirka nýtingu auðlinda og frumkvöðlastarfsemi. Það kemur því vart á óvart að vinna af þessu tagi hafi almennt notið víðtæks stuðnings þvert á flokka í þessum löndum. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024