Viðskiptaráð Íslands telur breytt frumvarp til breytinga á lögum um Orkusjóð til bóta og að með því séu stigin skref í átt að einfalda styrkveitingarkerfi hins opinbera. Viðskiptaráð fagnar áformum um aukinn stuðning við nýsköpun og grænar lausnir en telur að þeim markmiðum megi ná fram með skilvirkari hætti með því að festa endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar í sessi.