Viðskiptaráð Íslands hefur staðfastlega hvatt stjórnvöld til þess að greiða fyrir aukinni orkuframleiðslu. Það má m.a. gera með því að einfalda, skýra og hraða málsmeðferð líkt og bæði Evrópusambandið og nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Núverandi takmarkanir hafa hægt á eða komið í veg fyrir aukna orkuframleiðslu og þann ávinning sem slíkri uppbyggingu fylgir.