Viðskiptaráð Íslands

Lífið finnur leið - kynning fyrir aðildarfélaga

Viðskiptaráð Íslands býður aðildarfélögum sínum á lokaðan fund þar sem Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ráðsins heldur kynninguna Lífið finnur leið. Þar mun Konráð fara yfir stóru myndina í efnahagsmálunum. Undirrituð, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður ráðsins mun jafnframt taka á móti gestum yfir léttri morgunhressingu.

Hvenær: 8. apríl
Klukkan: 8:30 - 09:30
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Rvk.
Salur: Hylur - 1. hæð

Íslenskt efnahagslíf hefur farið í gegnum mikla umbrotatíma síðustu ár og eftir mikinn uppgang eru óveður- og óvissuský að hrannast upp þó að handan þeirra geti verið bjartari tíð. Á þessum tímamótum er því tilvalið að fara yfir stóru myndina í efnahagsmálunum - hvað hefur einkennt síðustu ár og hvaða þýðingu það hefur.

Í ljósi þess verður þá spurt: Hvað svo?

Verið hjartanlega velkomin í opið samtal yfir léttum morgunveitingum. Skráið ykkur endilega á fundinn svo hægt sé að áætla veitingar í samræmi við þátttöku.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Katrín Olga Jóhannesdóttir,
formaður Viðskiptaráðs Íslands

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024