Markaðssetning sjávarafurða og hugvits

Arne Hjeltnes verður aðalræðumaður morgunverðarfundar Norsk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þann 5. febrúar. Hann er fjölhæfur og þekktur athafna-, kaupsýslu- og fjölmiðlamaður. Hann hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum, hefur unnið við markaðssetningu norskra sjávarafurða og m.a. kennt Japönum að nota norskan lax í Sushi en hefur einnig reynslu af markaðssetningu Noregs í Bandaríkjunum.

Hann hefur skrifað fjölda bóka, m.a. matreiðslubækur, auk þess að stýra Creuna sem er 340 manna fyrirtæki á sviði stafrænnar markaðssetningar frá árinu 2008 og sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Þekktastur er hann þó sennilega fyrir að stýra sjónvarpsþættinum Gutta på tur (Félagar á ferðalagi) ásamt Bjørn Dæhlie, einum sigursælasta íþróttamanni sögunnar, Vegard Ulvang, heims- og ólympíumeistara í skíðagöngu og Arne Brimi sem er einn þekktasti matreiðslumaður Norðmanna á síðari árum. Arne Hjeltnes hefur einnig látið til sín taka í stjórnmálum og var nefndur sem ráðherraefni Hægriflokksins árið 2013.

Arne er eftirsóttur fyrirlesari og hann mun á fundi NÍV fjalla um hvernig Norðmönnum hefur tekist að byggja upp sterkt alþjóðlegt vörumerki á sviði fiskeldis og ferðaþjónstu auk þess að ræða sérstaklega ímynd bæði Íslendinga og Norðmanna á alþjóðlegum mörkuðum.

Auk Arne munu munu tala og taka þátt í umræðum:
Kristján Davíðsson , í stjórn Landsbankans og OlivitaAS í Tromsø
Aðalheiður Pálmadóttir Controlant- hefur byggt upp fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig þráðlausum netlausnum
Steinunn K Þórðardóttir, Akton AS, sem fer hræringar á norskum mörkuðum síðastliðna mánuði
Auk þeirra mun fulltrúi úr sjávarútveginum tala um markaðssetningu íslensku fyrirtækjanna erlendis

Fundarstjórn: Ólafur W. Hand, Eimskip

Skráning hér

Staður: Grand Hótel Reykjavik
Stund: 8.30-10.00 (morgunverður hefst kl. 8.15)
Verð: 3000 kr.
Fundarmál: enska

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir

Sameiginleg umsögn Viðskiptaráðs, SA, SAF, SFS og SVÞ um frumvarp til laga um ...

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Iceland's Bright Future

Bresk-íslenska viðskiptaráðsins stendur fyrir morgunverðarfundi þann ...
23. sep 2014