Viðskiptaþing var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf.
Almenn sala er hafin á Viðskiptaþing 2020 sem fram fer 13. febrúar 2020.
Við hvetjum áhugasama til þess að tryggja sér miða sem fyrst þar sem að uppselt hefur verið á þingið síðustu ár.
Á grænu ljósi – fjárfestingar og framfarir án fótspors
Viðskiptaþing 2020 mun fjalla um það hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni.
Dagskrá verður tilkynnt þegar nær dregur.
Verð
Aðildarfélagar (ef 3 eða fleiri gestir) 15.900 kr.
Aðildarfélagar (ef 1-2 gestir) 17.900 kr.
Almennt gjald 25.900 kr.