Metsala á Viðskiptaþing

Viðskiptaþing var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf. Vinsældir þingsins hafa aukist jafnt og þétt í gegnum árin en uppselt hefur verið á þingið síðustu ár. Þrátt fyrir aukið sætaframboð í ár, þar sem þingið verður haldið í Silfurbergi, Hörpu, stefnir allt í að það seljist upp.

Viðskiptaþing var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf. Vinsældir þingsins hafa aukist jafnt og þétt í gegnum árin en uppselt hefur verið á þingið síðustu ár og stefnir nú í sölumet. Takmarkað sætapláss er í boði og því hvetur ráðið áhugasama til að tryggja sér miða í tæka tíð, en miðasala fer fram hér á tix.is.

13. febrúar
13:00 - 16:00
Silfurbergi, Hörpu

Viðskiptaþing 2020 ber yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors. Þingið mun fjalla um það hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni.

Dagskrá þingsins er kunngjörð í heild sinni á næstu dögum.

Kaupa miða

Tengt efni

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram ...
14. jan 2025

Skattadagurinn fer fram 11. janúar

Viðskiptaráð stendur að Skattadeginum sem hefur fest sig í sessi hjá ...
9. jan 2024