Viðskiptaráð Íslands

Er Ísland opið fyrir fjárfestingu?

Á miðvikudaginn (24. mars) stendur Viðskiptaráð fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna.

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku fjárfestingaumhverfi síðastliðin tvö ár og spila gjaldeyrishöft þar stórt hlutverk. Því skiptir miklu að höftin séu í sífelldri endurskoðun og að um þau sé uppi upplýst umræða. Er það markmið fundarins þar sem rætt verður um tilgang haftanna, tilhögun þeirra, áhrif og afnám.

Framsögumenn og þátttakendur í pallborði eru:
Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar

Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræðum:
Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum
Kristinn Hafliðason, verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu
Tanya Zharov, lögfræðingur Auðar Capital

Fundarstóri er: Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, en hann mun einnig stýra pallborðsumræðum.

Fundurinn er frá kl. 8.15 til 10 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Verð er kr. 2.900, morgunverður innifalinn.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026