Viðskiptaráð Íslands

Skráning hafin á Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.

Yfirskrift þingsins í ár er „Forskot til framtíðar.“ Þar verður sjónum beint að því hvernig Ísland getur byggt á þeim framförum sem Ísland hefur skapað sér þrátt fyrir áföll síðastliðinna ára. Horft verður til framtíðar og teiknuð upp metnaðarfull framtíðarsýn um hvernig Ísland geti skapað sér ný forskot og undirbyggt þannig stórfellda lífskjarasókn á komandi árum.

Fyrirlesarar þingsins verða bæði erlendir og innlendir og koma af sviðum fræðimennsku, opinbera geirans og einkageirans. Þeir munu meðal annars fjalla um efnahagslegt frelsi, hagkvæmni í opinberum rekstri og verðmætasköpun. Dagskráin verður kynnt þann 23. janúar en hægt er að tryggja sér miða strax í dag.

Miðasala á Viðskiptaþing 2025

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024