Sú óvissa sem áætlaðar skattahækkanir í Bandaríkjunum skapa er farin að hafa neikvæð áhrif á viðskiptalífið þar í landi. Hækkanir sem þessar gætu komið niður á alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa innan landsins, en um þetta er fjallað í bandaríska blaðinu Wall Streeet Journal. Umræða sem þessi minnir um margt á ástandið hér á landi.
Á fimmtudaginn í næstu viku munu Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar um skattamál fyrirtækja. Þar verða lagðar fram og kynntar tillögur að umbótum á skattkerfinu sem miða að því að efla fjárfestingu, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna.