Viðskiptaráð Íslands

Myndband: Skattar hækka um 25 milljarða á næsta ári

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fer í nýju myndbandi yfir skattahækkanir næsta árs sem samtals nema 25 milljörðum króna. Stjórnvöld hafa boðað átta skattahækkanir og eina skattalækkun í frumvarpi til laga um skatta og gjöld.

Háir skattar draga úr framtaki og verðmætasköpun og minnka velferð. Í stað skattahækkana ættu stjórnvöld að hagræða í rekstri ríkisins – þar er af nógu að taka,“ segir Gunnar í myndbandinu. Sjá myndbandið hér að neðan.

Sjá myndbandið á Instagram og á Tiktok.

Texti í myndbandi

Átta skattahækkanir - ein lækkun.

Þrátt fyrir að skattheimta á Íslandi sé með því mesta sem þekkist í hinum vestræna heimi ætla stjórnvöld að hækka um 25 milljarða króna á næsta ári. Skattahækkanirnar eru:

  • Hærra veiðigjald
  • Hækkun vörugjalda á ökutæki
  • Upptaka kílómetragjalds
  • Afnám samsköttunar hjóna
  • Jöfnunargjald á raforku

Svo eru ýmsar aðrar hækkanir, t.d. hækkun fjármagnstekjuskatts vegna leigutekna og afnáms persónuafsláttar - og svo er nýr skattur á streymisveitur.

Svo eru líka jákvæð tíðindi - innviðagjald á skemmtiferðaskip lækkar um 400 milljónir.

Háir skattar draga úr framtaki og verðmætasköpun og minnka velferð.

Í stað skattahækkana ættu stjórnvöld að hagræða í rekstri ríkisins – þar er af nógu að taka.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026