Viðskiptaráð Íslands

Opinn fundur um skattamál: Skattkerfið fært áratugi aftur í tímann

Atvinnulífið gerði sér fulla grein fyrir þörf ríkisins á skattahækkunum á árunum 2009 og 2010, en forystusveit þess skorti hins vegar hugmyndaflug til að ímynda sér að ríkisstjórnin myndi færa skattkerfið áratugi aftur í tímann. Þetta kom fram í máli Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi Viðskiptaráðs og SA um skattamál sem nú fer fram.

Þá sagði Vilmundur að ekki hefði verið hlustað á aðvaranir sérfræðinga og hagsmunaaðila þess efnis að skattkerfisbreytingar stjórnvalda myndu flækja kerfið, gera eftirlit umfangsmeira og auka hættuna á undanskotum. Kerfið væri nú orðið ósamkeppnisfært við nálæg ríki auk þess að draga úr skatttekjum, seinka fjárfestingum og þeim efnahagsbata sem þörf væri á.

Halda verður fólki og atvinnustarfsemi í landinu
Á fundinum var gefin út sameiginleg skýrsla samtakanna um skattkerfið og tillögur að breytingum á því. Vilmundur sagði meginmarkmið þeirra að halda fólki og atvinnustarfsemi í landinu, það væri jafnframt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda. Ennfremur sagði hann „Mikilvægur hluti þess er að fyrirtæki og fjárfestar búi við stöðugt skattumhverfi þar sem stjórnvöld forðast óþarfa kollsteypur heldur horfa til framtíðar þar sem samkeppnishæfni landsins er höfð að leiðarljósi.“

Skýrslu VÍ og SA um skattkerfið má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024