Viðskiptaráð Íslands

Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

Veldu viðfangsefni

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna

Opinberir starfsmenn njóta ýmissa starfstengdra réttinda umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Samanlagt jafngilda sérréttindin 19% kauphækkun miðað við einkageirann.
12. desember 2024

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir jafn mikið og Íslendingar. Takmarkanir stjórnvalda hafa valdið því að stór og hratt vaxandi hluti þessara veðmála fer fram utan landsteinanna. Viðskiptaráð leggur til að veðmál verði leyfð hérlendis með upptöku starfsleyfa …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi útfærslur hafa verið valdar auk þess sem fjöldi og umsvif eftirlitsstofnana eru mikil samanborið við grannríki. Tækifæri eru til að ná markmiðum eftirlits með hagkvæmari hætti. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024

Ákvörðun sem kostað hefur íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða

Að innleiða regluverk, sem sniðið er að milljóna manna þjóðum, með meira íþyngjandi hætti boðar ekki gott og veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.
2. október 2023

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í atvinnurekstri fjölgað um alls 2,6%.
26. nóvember 2021

Laglegt regluverk óskast

Átak og áhersla á einfaldara og skilvirkara regluverk var á meðal loforða síðustu ríkisstjórnar, en í stjórnarsáttmála hennar sagði: „Átak verður gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að stjórnsýsla sé skilvirk og réttlát.“
2. nóvember 2021

Verðmætasköpun er forsenda velferðar

Áherslur Viðskiptaráðs Íslands fyrir alþingiskosningar 2021
15. september 2021

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri innviðauppbyggingu hér á landi.
28. janúar 2021

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur fjárfesting almennt leitað frá landinu. Til mikils er að vinna að snúa þróuninni við. Til þess þarf að að kortleggja og draga úr beinum og óbeinum hindrunum eftir fremsta megni, en einnig tryggja fyrirsjáanlegt og gott …
2. desember 2020

Hagvöxtur eða hugmyndafræðilegir sigrar?

Allt frá hruni bankakerfisins hefur legið fyrir að mikil uppstokkun væri framundan í ríkisfjármálum. Til að brúa þá gjá sem myndast hefur í rekstri hins opinbera þurfa stjórnvöld að auka skatttekjur og skera niður útgjöld. Hvorug þessara aðgerða er vinsæl enda fela báðar í sér rýrnun lífsgæða fyrir …
11. mars 2010

Ríkisútvarpið hf.

Enn á ný er gerð tilraun af hálfu stjórnvalda til að breyta um rekstrarform á Ríkisútvarpinu. Stofnunin er olnbogabarn stjórnkerfisins og virðist einhverra hluta vegna undanskilið þeirri eðlilegu kröfu frjáls markaðar að ríkið stundi ekki samkeppni við einkaaðila.
24. febrúar 2006

Nútímavæðing sparisjóðaumhverfisins

Á undanförnum árum hefur orðið mikil og ör þróun í starfsemi sparisjóðanna. Nú er svo komið að þeir eru þátttakendur á flestum þeim sviðum sem aðrir viðskiptabankar starfa. Framþróun og vöxtur sparisjóðanna hefur leitt í ljós talsverð vandkvæði á núverandi starfsumhverfi.
8. ágúst 2007

Komum póstinum í réttar hendur

Fyrr á þessu ári fagnaði Íslandspóstur stórafmæli en þá voru tíu ár liðin frá því fyrirtækið tók til starfa sem sjálfstætt hlutafélag í eigu ríkisins. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins hefur félagið endurskilgreint hlutverk sitt og starfsemi á ýmsan máta. Verulega hefur dregið úr …
19. september 2008

Breytt fiskveiðistjórnun - fortíðarþrá eða framtíðarhagkvæmni?

Fyrir skemmstu samþykkti Alþingi frumvarp sem fól í sér breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, en gert er ráð fyrir að annað frumvarp af sama meiði verði samþykkt nú í haust. Í báðum þessum frumvörpum er að finna grundvallarbreytingar á því kerfi sem hér hefur verið mótað í tæpa þrjá …
23. júní 2011

Skattlagning vaxtagreiðslna - óheppileg leið að settu marki

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér fyrstu aðgerðir til að brúa fjárlagahalla ríkissjóðs á komandi misserum. Mörgum orðum væri hægt að fara um frumvarpið og þær breytingar sem það felur í sér á sviði skatt- og gjaldheimtu og ljóst er að skiptar skoðanir …
26. júní 2009

Þátttaka lífeyrissjóða í endurreisnarstarfi

Þrátt fyrir þær miklu efnahagslegu þrengingar sem nú standa yfir veita ýmsir grundvallarþættir íslenska hagkerfisins mikilvæga viðspyrnu sem munu vafalaust gagnast til að mýkja áhrif fjármálakreppunnar. Einn af þeim er lífeyrissjóðakerfið sem er hlutfallslega meðal þeirra stærstu í heiminum.
12. október 2009

Forðast ber skattahækkanir

Undanfarin ár hefur hið opinbera skilað afgangi í rekstri sínum enda hafa skatttekjur vaxið með miklum hraða. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins er ljóst að allir tekjustofnar hins opinbera munu dragast verulega saman og verg skuldastaða versna til muna.
2. desember 2008

Ríkið í samkeppni við fasteignafélög

Íslenska ríkið á fasteignir fyrir rúmlega 50 milljarða að fasteignamati þegar undanskildar eru fasteignir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og þannig er íslenska ríkið í samkeppni við fasteignafélög um eignarhald og rekstur fasteigna.
15. mars 2006

Viðskiptalífið setji sjálft reglur

Röksemdir gegn opinberri reglusetningu og eftirliti á fjármagnsmarkaði eru meira sannfærandi en röksemdir með slíkum opinberum afskiptum. Miklu skynsamlegra væri að láta markaðsaðilum það eftir að setja sér eigin reglur og framfylgja þeim. Besta leiðin til að meta hvort rétt sé að gefa …
18. júlí 2006