Viðskiptaráð Íslands

Peningamálafundur VÍ: Skaðsemi haftanna mikil

Í morgun stóð Viðskiptaráð fyrir fjölsóttum morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík Nordica í tilefni af útgáfu PPeningamálafundur - 2011 - FOeningamála Seðlabankans og bar fundurinn yfirskriftina Peningastefna í hafti: Flýtur krónan aftur? Á fundinum fór Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, yfir stöðu efnahagsmála í tilefni af útgáfu Peningamála og svaraði spurningum fundargesta að erindi loknu. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs setti fundinn.

Neikvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs
Finnur Oddsson kom í máli sínu m.a. inn á skaðsemi haftanna og sagði það virðast stundum gleymast hve skaðleg þau eru fyrir uppbyggingu atvinnulífs og eðlilega starfsemi fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri. Dæmi væru um að höftin hafi veruleg og neikvæð áhrif á uppbyggingu sprotafyrirtækja sem stefna á alþjóðlega markaði, því þau koma í veg fyrir stofnun dótturfélaga erlendis til að komast nær viðkomandi markaði.

Þá ræddi Finnur jafnframt um áhrif haftanna á framtíðaruppbyggingu atvinnulífs og sagði „Í þessu sambandi má ekki gleyma að flaggskip íslensks atvinnulífs í dag, fyrirtæki á borð við CCP, Össur og Marel, hefðu aldrei náð þeirri stöðu og styrk án sóknar á erlenda markaði. Það er ekki vænleg stefna til frambúðar að í höftum felist hindranir fyrir sprota atvinnulífsins í sömu vegferð. Við megum ekki við því að senda skilaboð um að Ísland sé ekki ákjósanlegt land fyrir metnaðarfull fyrirtæki og heppilegra sé að staðsetja þau hreinlega utan landsteinanna.“

Gjaldeyrishöft ekki valkostur til lengri tíma
Í ljósi þessa, og þrátt fyrir gildar ástæður fyrir upptöku haftanna á sínum tíma, sagði Finnur það áhyggjuefni hversu almenn sátt virðist ríkja um tilvist þeirra. Það hafi ekki verið að ástæðulausu horfið frá þeim miklu gjaldeyrishöftum sem réðu ríkjum á seinni hluta síðustu aldar, „Það fyrirkomulag gekk augljóslega ekki til lengri tíma og það sama á við nú. Viðvarandi gjaldeyrishöft eru ekki raunhæfur kostur. Gjaldeyrishöftin hafa bæði slæm áhrif á trúverðugleika landsins sem fjárfestingarkosts sem og uppbyggingu öflugra íslenskra fyrirtækja. Markmið okkar þarf að vera að stuðla að því að Ísland sé áhugaverður og ákjósanlegur staður fyrir kraftmikil fyrirtæki til að vaxa og dafna. Núverandi fyrirkomulag hamlar því að svo sé.“

Í pallborðsumræðu milli fulltrúa Seðlabankans og atvinnulífsins tóku þátt Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Arion banka, Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar og Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital, en umsjón með pallborðsumræðum er í höndum Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Nasdaq OMX Ísland.

Ræðu Finns má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024