Viðskiptaráð Íslands

Íslenska fjármálakerfið: Þekking sem ekki má glatast

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein aðsendra greina í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.16 Ónefnd starfskona fjármálastofnunarÁ síðustu tveimur áratugum þróaðist íslenskur fjármálageiri á miklum hraða frá gjaldeyrishöftum og opinberu eignarhaldi í þróaðan einkavæddan fjármálamarkað sem var nátengdur við alþjóðlega markaði. Þó hraður vöxtur og fjármálakrísa hafi orðið stærstu fjármálstofnunum landsins að falli má lítið land eins og Ísland ekki við því að þekking og reynsla starfsmanna í fjármálageiranum, og eflaust mun fleiri í tengdum atvinnugreinum, glatist. Innan íslensku bankanna var fólk með mikla þekkingu sem vann samviskusamlega og heiðarlega fyrir viðskiptavini sína í verkefnum sem sköpuðu miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og endurvekja það sem vel tókst til með og yfirfæra þá þekkinguna á ný svið með tíð og tíma. 

Nú þegar á þriðja ár er liðið frá því að bankarnir hrundu þá er farin að koma skýrari mynd á það t.d. hvaða lánasöfn innan bankanna stóðust hremmingarnar vel og hver þeirra þoldu ekki kreppuna. Í þeim efnum má ekki gleyma því að þetta var mesta fjármálakreppa sem riðið hefur yfir frá því að síðari heimstyrjöldinni lauk og í slíkum kreppum verða jafnvel vel rekin fyrirtæki fyrir miklu tjóni. Mörg dæmi má nefna sem sýna hvað gert var vel á tímum uppsveiflu í fjármálaheiminum. Þetta er þekking sem mikið vægi er í að halda hér á landi og nýta okkur til framdráttar.

Lánveitingar og önnur þjónustusala til fyrirtækja í sjávarútvegi utan Íslands heppnaðist vel.  Á þessu sviði bjuggu íslenskir bankar yfir yfirburðaþekkingu í samanburði við flesta aðra banka í heiminum.  Af því leiddi að þeir gátu veitt betri þjónustu og tekið upplýstari ákvarðanir í lánveitingum sínum og öðrum fjárfestingum.  Það væri full ástæða fyrir bankana að endurvekja þessa starfsemi.  Eins og fyrri daginn þá var það samkeppnisforskot sem fólst í þekkingu sem mestu skipti.

Vegna takmarkaðs fólksfjölda hafa íslensk fyrirtæki ávallt lagt á það áherslu að reyna að gera sem flesta þjónustuþætti eins sjálfvirka og hægt er. Þetta leiddi til þess að internet viðmót til einstaklinga jafnt sem fyrirtækja varðandi greiðslumiðlun, netbanka og aðra rafræna þjónustu er mjög framarlega á Íslandi. Þessi góða þjónusta er afsprengi mikilla fjárfestinga hjá fjármálastofnunum í hugbúnaðarþróun og í hugviti hugbúnaðarhúsa.

Þegar fjármálakerfið var að vaxa varð til mikil þekking og reynsla í að setja upp verðbréfaþing, rafræna verðbréfaskráningu, tengingu við alþjóðlegar verðbréfaskrár, gjaldeyrismarkað, alþjóðlega greiðslumiðlun og bakvinnslu á mjög skömmum tíma. Það er ljóst að uppbygging á öllum tæknilegum þáttum fjármálakerfisins með góðri samvinnu fjármálastofnana og hugbúnaðarhúsa tókst mjög vel.

Í viðskiptum er Ísland vel þekkt erlendis þegar kemur að helstu útflutningsgreinum landsins sjávarútveg og endurvinnanlegri orku. Það ætti því ekki að koma á óvart að íslenskar fjármálastofnanir náðu góðum árangri alþjóðlega í sérhæfðri fyrirtækjaráðgjöf og annarri fjárfestingabankaþjónustu við þessar atvinnugreinar. Yfirgnæfandi meirihluti verkefna bankanna erlendis tengd þessum atvinnugreinum hafa staðist öll áföll í gegnum hina alþjóðlegu fjármálakrísu.  

Við uppbyggingu fjármálakerfisins voru lausnir sem áttu við á margfalt stærri mörkuðum en þeim íslenska oft mjög kostnaðarsamar og nokkuð óhentugar fyrir lítinn en þróaðan markað. Því fór mikil vinna í sérsmíði á kerfum og aðlögun að íslenskum aðstæðum. Margar og verðmætar lausnir urðu til hér á landi. Þessar lausnir mætti nú nýta í löndum þar sem sambærileg vinna fer fram eða við að gera eldri lausnir hagkvæmari.

Ónefnd starfskona fjármálastofnunar

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024