Viðskiptaráð Íslands

Peningamálafundur 2011 á morgun - Skráningu lýkur í dag

Á morgun, föstudag, kl. 8.15-10 fer fram morgunverðarfundur Viðskiptaráðs í tilefni af útgáfu Peningamála Seðlabankans. Aðalræðumaður fundarins er Már Guðmundsson seðlabankastjóri sem mun fjalla um efnahagshorfur, en í framhaldi af erindi hans fara fram pallborðsumræður.

Í pallborði verða þau Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital, Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar (NASDAQ OMX Nordic), Gísli Hauksson hagfræðingur hjá GAMMA og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Umsjón með pallborðsumræðum hefur Lúðvík Elíasson, hagfræðingur.

Peningamál Seðlabankans má nálgast hér, en samhliða útgáfu ritsins í gær var tilkynnt um 25 punkta stýrivaxtahækkun. Fjölmargir aðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun peningastefnunefndarinnar í ljósi of mikils atvinnuleysis og of lítillar fjárfestingar í hagkerfinu. Þá vekur bjartsýn spá bankans um hagvöxt talsverða athygli enda erfitt að sjá m.v. núverandi stöðu hvaða atvinnugreinar eiga að standa undir slíkum vexti. Fjallað var nánar um þetta hér á vef Viðskiptaráðs í gær.

Nánari upplýsingar

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024