Viðskiptaráð Íslands

Hvers virði er háskólamenntun?

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein birtist í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Hvers virði er atvinnulíf?, en pdf útgáfu hennar má nálgast hér.


OECD gaf í haust út skýrslu um menntamál í aðildarríkjum sínum, Education at a glance 2011. Þar kemur fram ýmislegt áhugavert um menntakerfi aðildarríkja stofnunarinnar, m.a. um fjármögnun háskólakerfisins.

Innan íslenskra háskóla er víða rekið metnaðarfullt starf og nemendur fá góða kennslu og þjónustu. Einnig standa sumar háskóladeildir prýðilega í rannsóknum og eru ágætlega samanburðarhæfar við sambærilegar deildir erlendis. Þetta er mjög góður árangur í ljósi þess að í hlutfalli við önnur skólastig á Íslandi, eru háskólar hér á landi með helming fjármögnunar á við meðaltal OECD landanna.

Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð milli allra OECD landa, þar sem meðaltalskostnaður við hvern háskólanema er sýndur sem hlutfall af kostnaði við hvern grunnskólanema. Að meðaltali kostar háskólanemi í OECD löndunum næstum tvöfalt meira en grunnskólanemi, eða 92% meira. Í raun má sjá á myndinni að Ísland sker sig algerlega úr sem eina landið í OECD þar sem háskólanemi er að meðaltali ódýrari en grunnskólanemi.

 

Það kemur einnig fram í skýrslu OECD, að heildarframlög til menntamála á Íslandi á hvern nemanda eru nálægt meðaltali aðildarlandanna. Skiptingin milli skólastiga er hins vegar allt öðruvísi hér en annars staðar þekkist því háskólastigið er með miklu lægri framlög miðað við grunnskóla. Því má svo bæta við að niðurskurður síðustu ára í menntakerfinu hefur verið hlutfallslega mestur á háskólastiginu og hefur skerðingin verið meiri í tæknigreinum en öðrum.

Með því að stuðla að eflingu mannauðs og hraðari tækniþróun verður öflugt starf á háskólastigi ein af undirstöðum hagvaxtar og bættra lífskjara. Hver háskólamenntaður einstaklingur skilar meiru til baka til samfélagsins en kostað er til menntunar hans og það dregur úr líkum á atvinnuleysi eftir því sem fólk aflar sér meiri menntunar. Í því ljósi og með hliðsjón af núverandi fjármögnun íslenska háskólakerfisins er nauðsynlegt að snúa við blaðinu og styðja við það góða starf sem unnið er í háskólum landsins.

Guðrún Sævarsdóttir, Háskólinn í Reykjavík

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024