Viðskiptaráð Íslands

Gerum það sem rétt er

Síðustu daga hefur Ríkisskattstjóri í nokkrum blaðaauglýsingum skorað á stjórnir fyrirtækja til að standa skil á ársreikningum fyrir árið 2011, en frestur til þess er þegar liðinn. Þrátt fyrir að skil ársreikninga hafi farið batnandi síðustu ár má betur, ef duga skal, þar sem eitthvað á annan tug þúsunda fyrirtækja (af ríflega 30.000 skráðum) á nú eftir að skila ársreikningi fyrir síðasta reikningsár.

Viðskiptaráð tekur því undir áskorun RSK enda hefur ráðið síðustu ár hvatt fyrirtækið ítrekað til að skila ársreikningum innan tilsettra tímamarka. Skilvís skil ársreikninga eru mikilvægur hlekkur í upplýsingamiðlun og gagnsæi um heilsufar atvinnulífs. Þau auka tiltrú á atvinnulífið, bæði hérlendis og erlendis, slípa gangverk viðskipta, lækka viðskiptakostnað og bæta viðskiptakjör. Þetta ættu að vera nægilegir hvatar til þess að forsvarsmenn fyrirtækja tryggi að ársreikningurinn rati á réttan stað, til skatts og ársreikningskrár, á réttum og sama tíma.

Tengt efni

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í …
24. júní 2024