Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvap um breytingar á hlutafélagalögum. Upphaflega stóð til að löggjöfin útfærði frekar kynjakvótana sem taka gildi í september næstkomandi, sem virðist ekki hafa náð fram að ganga. Þess í stað eru ákveðnar breytingar lagðar fram til að bæta ársreikningaskil og um hækkun á lágmarkshlutafé.
Viðskiptaráð átti sæti í starfshópnum sem lagasetningin byggir að hluta á, ásamt fulltrúum ASÍ, Fjármálaeftirlitsins, fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands, Sérstaks saksóknara auk fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðið lagðist þar gegn hækkun lágmarkshlutafjár og benti máli sínu til stuðnings á að greitt aðgengi að stofnun fyrirtæki væri hluti af samkeppnishæfni landsins. Þá sýnir úttekt Alþjóðabankans, Doing business, að lágmarkið er ekki óvenju lágt í alþjóðlegum samanburði.
Tengt efni: