12. júní 2019
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingar á fjármálastefnu. Nýlega skilaði Viðskiptaráð inn umsögn um fjármálaáætlun og á hún að miklu leyti hér við þar sem breytingar sem gerðar verða á fjármálaáætlun í ljósi nýrra forsenda munu byggjast á uppfærðri fjármálastefnu. Almennt eru nokkur atriði sem Viðskiptaráð vill nú vekja sérstaka athygli á:
- Mikilvægt að hið opinbera hjálpi við viðsnúning efnahagslífsins og vinni með annarri hagstjórn
- Lækkun banka- og tekjuskatts og innviðauppbygging í forgang
- Skýtur skökku við að fjármálastefnan nái eitt og hálft ár aftur í tímann
- Hver á óvissusvigrúmið og hvaðan kemur það?
- Fjármálastefnan byggist á bjartsýnustu spánni
- Ítrekum sérstaklega að taka þurfi framkvæmd og lög um opinber fjármál til endurskoðunar
Lesa umsögn
Lesa fyrri umsögn Viðskiptaráðs um Óhóflega bjartsýna fjármálastefnu.