Auglýsingar lausasölulyfja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lyfjalögum. Ráðið fagnar því að til standi að afnema bann við auglýsingum á lausasölulyfjum í sjónvarpi.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Aflétting banns myndi bæta samkeppnisumhverfi á lyfjamarkaði og einnig hafa jákvæð áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Einstaklingar gætu frekar áttað sig á því hvaða úrræði standa þeim til boða vegna ýmissa heilsufarslegra kvilla. 
  • Viðskiptaráð styður markmið um að draga úr kröfum um upplýsingar í auglýsingum lausasölulyfja og telur ekki réttlætanlegt að kvaðir um upplýsingar í lyfjaauglýsingum séu meira íþyngjandi hér á landi en í nágrannaríkjunum.
  • Gera ætti minni kröfur um upplýsingar í auglýsingum lausasölulyfja þegar um er að ræða sjónvarps- og útvarpsauglýsingar.
  • Viðskiptaráð tekur undir nauðsyn þess að neytendum sé bent á að kynna sér upplýsingar um rétta notkun lyfja í auglýsingum. Tilvísun í lyfseðil er þó, að mati ráðsins, í flestum tilfellum nægjanleg og raunar er margt sem mælir gegn því að of ítarlegar upplýsingar séu birtar í auglýsingum.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér (PDF)

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lyfjalögum

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til breytinga á lyfjalögum nr. ...

Erfið samkeppnisstaða einkarekinna fjölmiðla

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjalds (mál nr. 129)
15. mar 2023