Viðskiptaráð Íslands

Breytt ferli upprunavottorða

Fyrir skömmu gaf Viðskiptaráð út drög að leiðbeiningum fyrir breytt ferli við útgáfu upprunavottorða í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaviðskiptaráðsins. Í þeim felast m.a. auknar kröfur um að viðkomandi fyrirtæki sanni uppruna vörunnar ásamt aukinni formfestu.

Drögin voru send öllum helstu notendum upprunavottorða til athugunar og miðað var við að nýtt ferli tæki gildi síðastliðin áramót. Því var hins vegar frestað meðan unnið væri úr athugsemdum frá fyrirtækjum. Enn er þó unnið að því að færa ferlið að öllu leyti í rafrænt form með auknu hagræði og tímasparnaði fyrir fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að verðskrá fyrir útgáfu upprunavottorða taki breytingum í kjölfarið.

Allar frekari upplýsingar um leiðbeiningarnar veita Haraldur I. Birgisson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Hulda Sigurjónsdóttir.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024