Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarpið og telur fyrirhugaðar breytingar til mikilla bóta. Viðskiptaráð leggur til að breytingar á virðisaukaskattslögum nái fram að ganga og bindur vonir við að með þeim taki löggjöfin af öll tvímæli um hvenær sala til erlendra aðila sé undanþegin virðisaukaskatti.