Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskipta- og upplýsingamálum

Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi í samskipta- og upplýsingamálum. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigin starfsumhverfi og verklag.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með upplýsingamiðlun ráðsins, s.s. innri og ytri samskiptum, vefsíðu og útgáfumálum
  • Skipulagningu viðburða á vegum ráðsins
  • Umsjón með hönnun og umbroti
  • Aðstoð við framsetningu og vinnslu á rituðu efni og kynningum
  • Aðstoð við greiningarvinnu tengda efnahagsmálum og rekstrarumhverfi fyrirtækja
  • Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun við hæfi
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Reynsla í samskiptum og upplýsingamiðlun
  • Reynsla af hönnun, umbroti og upplýsingatækni er mikill kostur (InDesign, Photoshop, Powerpoint, Prezi, Excel o.fl.)
  • Þekking á fjölmiðlaumhverfi og samskiptamiðlum

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á hulda@vi.is fyrir 30. júní 2013. Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510-7100.

Serfraedingur 

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024