Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar

Viðskiptaráð auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf lögfræðings ráðsins. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Viðskiptaráð er lifandi vinnustaður þar sem starfsfólk hefur rík tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi.

Helstu verkefni

  • Gerð umsagna um lagafrumvörp
  • Seta í nefndum og ráðum fyrir hönd ráðsins
  • Lögfræðileg ráðgjöf
  • Umsjón útgáfu á sviði stjórnarhátta fyrirtækja
  • Umsjón með Gerðardómi Viðskiptaráðs
  • Aðstoð við greiningarvinnu ráðsins
  • Aðkoma að alþjóðlegu samstarfi
  • Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Embættispróf eða grunn- og meistarapróf í lögfræði
  • Viðeigandi starfsreynsla
  • Grunnþekking á efnahagsmálum og atvinnulífi
  • Góð greiningar- og aðlögunarhæfni
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Framúrskarandi hæfni í teymisvinnu og mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknir sendist á starfsumsokn@vi.is fyrir 1. apríl 2023.

Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, svanhildurholm@vi.is, sími: 510-7100.

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917. Ráðið er frjáls félagasamtök sem gæta hagsmuna fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Frekari upplýsingar um starfsemi ráðsins má nálgast á vef ráðsins, vi.is.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024