Fimmtudaginn 29. ágúst verður hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, International Chamber Cup, haldið á golfvellinum Keili í Hafnarfirði, sem talinn er vera einn af betri golfvöllum landsins. Veðurspáin er góð og gert er ráð fyrir sól og blíðu.
Allir félagar Amerísk-, Dansk-, Færeysk-, Finnsk-, Fransk-, Þýsk-, Grænlensk-, Ítalsk-, Norsk-, Spænsk- og Sænsk-Íslenska Viðskiptaráðsins, ICC og Viðskiptaráðs Íslands eru velkomnir. Tilvalið er að nota daginn til að byggja upp tengslanet í góðum félagsskap.
Liðakeppni verður haldin samhliða hinu hefðbundna golfmóti. Einstaklingar sem vilja taka þátt skrá sig sem fulltrúa frá einu tilteknu viðskiptaráði. Athugið að það er ekkert hámark á því hversu margir geta leikið fyrir hvert ráð en lágmarkið eru þrír fulltrúar. Þrjú bestu skorin samkvæmt Stableford skorkerfinu (með forgjöf) telja fyrir hvert ráð. Það ráð sem hefur besta skorið vinnur og tekur með sér heim veglegan farandbikar. Þess má geta að Dansk-íslenska viðskiptaráðið hefur unnið tvö síðustu mót.
Félagar millilandaráðanna eru sérstaklega hvattir til að taka þátt til að tryggja nægilegan fjölda þáttakenda.
Um mótaröðina:
Praktískir hlutir:
Frekari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, skráning fer fram hér. Athugið að skráningarfrestur er til og með 26. ágúst.