Í gær fór fram árlegt alþjóðlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráða. Mótið var haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forlátan farandbikar og náði lið Dansk-íslenska viðskiptaráðsins að verja titilinn frá því í fyrra eftir jafna en harða baráttu.
Í keppni einstaklinga hafði Helgi Anton Eiríksson hjá Iceland Seafood International sigur fyrir besta skor án forgjafar, 80 högg, og hlaut að launum flug með Icelandair til Evrópu. Í keppni með forgjöf hreppti Kristján Daníelsson hjá Kynnisferðum fyrsta sætið og hlaut hann einnig flug með Icelandair til Evrópu að launum.
Helgi Anton, lengst til vinstri, hlaut sigur fyrir besta skor án forgjafar
Haraldur Leifsson frá Würth á Íslandi varð í öðru sæti og fékk að launum gjafakort frá Opna Háskólanum í HR ásamt glaðningi frá Þýska Viðskiptaráðinu í Túnis. Í þriðja sæti var Hallmundur Albertsson hjá Skiptum og fékk hann vandaða bók um Jóhannes S. Kjarval, meistara íslenskarar myndlistar, frá Arion banka ásamt norskum glaðningi frá DNB.
Þyrluflug fyrir holu í höggi
Verðlaun fyrir holu í höggi var þyrluflug með Norðurflugi, líkt og í fyrra. Úr því að engum tókst að uppfylla það skilyrði (þrátt fyrir margar góðar tilraunir) var dregið úr skorkortum til að koma vinningnum út. Hann hlaut Baldur Baldursson hjá Símanum. Sérstakar þakkir fá öll þau fyrirtæki sem studdu við mótið. Myndir af mótinu má finna hér að neðan: