Viðskiptaráð Íslands

Úrslit International Chamber Cup

Árlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Bresk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur.

Á myndinni hér til hægri má sjá sigurvegara í liðakeppni. Þeir eru (frá vinstri); Matthías P. Einarsson, Ingólfur Áskelsson, Guðjón V. Ragnarsson og Bergþór Björgvinsson.

Í punktakeppni einstaklinga bar Óttar Snædal sigur úr býtum með 42 punkta. Helgi Anton Eiríksson varð í öðru sæti með 40 punkta og í því þriðja varð Guðjón V. Ragnarsson með 38 punkta. Helgi Anton Eiríksson sigraði keppni í höggleik en hann lék á 70 höggum. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum og verðlaun fyrir bestu nýtingu.

Sérstakar þakkir fá eftirtalin fyrirtæki sem studdu við mótið:

365 miðlar, Askja, Epal, Flugfélag Íslands, Gamma, Íslandsbanki, Mata, Nathan & Olsen, Nýherji, Osushi, VÍB, Vodafone, Vogue og Ölgerðin.

Myndir frá mótinu má sjá á Facebook síðu Viðskiptaráðs >>

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024