Viðskiptaráð Íslands

20 helstu viðskiptafrömuðir Norðurlandanna

Nordic Thinkers 

Í nýjustu útgáfu blaðsins Nordic Business Report var birtur listi yfir 20 helstu viðskiptafrömuði Norðurlandanna (e. Nordic Business Thinkers). Að valinu kom dómnefnd sem samanstóð af 6 hópum með fulltrúum frá Microsoft, viðskiptaráðum á Norðurlöndunum, PwC, Junior Achievement – Young Enterprise, TBWA\Nordic og Fujitsu.

Svíinn Daniel Ek trónir á toppi listans, en hann er einn af stofnendum tónlistarveitunnar Spotify. Niklas Zennström er annar á listanum, einn af stofnendum Skype og stofnandi Kazaa. Finninn Björn Wahlroos, stjórnarformaður Sampo Group, Nordea og UPM, er þriðji á listanum. Ísland á sinn fulltrúa, en forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, er í 16. sæti listans. Jón var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi árið 2008 og hefur verið virkur í umræðu m.a. um alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og mikilvægi stöðugleika og trúverðugrar peningamálastefnu með alþjóðlegan gjaldmiðil.

Athygli vekur að einungis tvær konur eru á listanum. Danski frumkvöðullinn Soulaima Gourani er í 15. sæti listans Norðmaðurinn Silje Vallestad, stofnandi Bipper, er í 19. sæti. Valnefnd viðskiptaráðanna (e. Chamber of Commerce) hagaði vali sínu á þann veg að kynjahlutfallið var í kringum 60% karlmenn og 40% konur og því öllu jafnara en kynjahlutfall endanlega listans. Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og forstjóri infoMentor, var nefnd í inngangi greinarinnar sem einn af mörgum viðskiptafrömuðum sem voru hársbreidd frá því að ná inn á listann.

Lesa má grein Nordic Business Report í heild sinni hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026