Viðskiptaráð Íslands

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2014

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica, samhliða Viðskiptaþingi 12. febrúar næstkomandi.

Stjórnarkjör
Stjórn ráðsins er skipuð 19 einstaklingum og jafn mörgum til vara. Þeir félagar sem hafa áhuga á að setja nafn sitt á ábendingarlista vegna stjórnarkjörs, og ljá félaginu krafta sína með stjórnarstörfum, eru beðnir að senda tölvupóst á frosti@vi.is fyrir miðvikudaginn 22. janúar næstkomandi.

Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Ábendingarlistinn, með nöfnum 57 aðila sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu og fylgir kjörseðli, er því aðeins leiðbeinandi.

Framboð til formanns
Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu og skal framboðum til formanns skilað til skrifstofu ráðsins fyrir miðvikudaginn 22. janúar næstkomandi. Komi aðeins fram eitt framboð til formanns fer engu að síður fram kosning.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og önnur aðalfundarstörf má finna á vef Viðskiptaráðs og hjá skrifstofu ráðsins í síma 510-7100.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024