Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2014: Fullt hús gesta

Tæplega 450 manns sækja árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem stendur nú yfir á Hilton Reykjavík Nordica, en yfirskrift þingsins þetta árið er Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi. Auk Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs, taka til máls þau:

  • Sven Smit, framkvæmdastjóri hjá McKinsey & Company
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
  • Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
  • Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
  • Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Auk ofangreindra taka þátt í pallborði þau Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins (í fjarveru Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra), Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor. Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir blaðamaður á Viðskiptablaðinu.

Nánar er farið yfir efni Viðskiptaþingsins í upplýsingariti ráðsins, Open for business – uppbygging alþjóðageirans á Íslandi. 

Tengdar fréttir:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024