Viðskiptaráð Íslands

Skráning í fullum gangi á Viðskiptaþing 12. febrúar

Forsíða glærupakkaTæplega 300 manns eru þegar skráðir á Viðskiptaþing 2014 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudaginn í næstu viku (12. febrúar). Þingið er haldið undir yfirskriftinni Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi. Í fyrra komust færri að en vildu og hvetjum við áhugasama því til að skrá sig tímanlega.

Gestir þingsins fá afhent viðamikið upplýsingarit þar sem fjallað er um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans. Ritið var tekið saman á síðustu vikum af starfsmönnum ráðsins og fjórum vinnuhópum sem í sátu fulltrúar fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi.

Aðalræðumaður þingsins er Sven Smit, framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu, en hann mun fjalla um vaxtartækifæri Íslands innan alþjóðageirans. Fundargestum gefst tækifæri til að spyrja aðalræðumann þingsins s.s. um hvar hann telji styrkleika Íslands liggja á sviði alþjóðlegrar starfsemi og hvað atvinnulífið og stjórnvöld geta í sameiningu gert til að greiða fyrir auknu umfangi alþjóðageirans.

Nánari upplýsingar um dagskrá Viðskiptaþings má finna hér

Af hverju skiptir öflugur alþjóðageiri máli?
Hér má sjá tvær af þeim glærum í upplýsingaritinu þar sem farið er yfir ástæður þess að öflugur alþjóðageiri skipti máli fyrir framtíðarþróun hagkerfisins.

Tækifæri og áskoranir Novellus, Oryx, Magna og Externa
Til að fjalla um rekstrarumhverfi alþjóðafyrirtækja af ólíkri stærð og gerð á sem aðgengilegastan og einfaldastan hátt er í upplýsingaritinu notast við dæmisögur af fjórum ólíkum fyrirtækjum innan alþjóðageirans. Hér er yfirlitsglæra sem lýsir fyrirtækjunum stuttlega.

Skráning á Viðskiptaþing fer fram hér

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024