Viðskiptaráð Íslands

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

2013.17.10 - HIB updateHaraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur látið af störfum hjá ráðinu. Haraldur hefur ráðið sig til starfa á skatta- og lögfræðisviði Deloitte og mun hefja þar störf á mánudaginn næstkomandi. Haraldur mun verða starfsfólki og stjórn ráðsins innan handar eftir þörfum næstu vikur og mánuði.

Haraldur hóf störf hjá Viðskiptaráði í mars 2007, fyrst sem lögfræðingur og síðar aðallögfræðingur. Hann tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra í ágúst 2010, auk þess að sinna tímabundið starfi framkvæmdastjóra eftir að Finnur Oddsson lét af störfum í nóvember 2012 og þar til Frosti Ólafsson tók við í júní 2013. Haraldur er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og aflaði sér lögmannsréttinda árið 2011.

Haraldur I. Birgisson: „Á sama tíma og ég er fullur tilhlökkunar að slást í hóp afar öflugs teymis hjá Deloitte þá kveð ég samstarfsfólk mitt hjá Viðskiptaráði með söknuði. Það hafa verið forréttindi að fá að starfa með svona færum hópi einstaklinga og um leið njóta viðamikils baklands öflugra stjórnarmanna og félagsmanna. Ég óska þeim velfarnaðar og vona að leiðir okkar muni reglulega liggja saman. Þá hlakka ég til að fylgjast með áframhaldandi vexti Viðskiptaráðs, en eins og nýafstaðið Viðskiptaþing endurspeglar ágætlega þá er málefnastaða ráðsins sterk.“

Frosti Ólafsson: „Framlag Haraldar til starfsemi Viðskiptaráðs á undanförnum 7 árum hefur verið ómetanlegt. Auk þess að sinna þeim verkefnum sem falla undir svið aðstoðarframkvæmdastjóra og lögfræðings hefur Haraldur meðal annars leitt uppbyggingu Norðurslóða-viðskiptaráðsins og gegnt lykilhlutverki í sameiginlegri útgáfu Viðskiptaráðs, SA og Nasdaq OMX Iceland á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja og tengdum verkefnum. Stjórn og starfsfólk ráðsins þakka Haraldi fyrir vel unnin störf í þágu ráðsins og óska honum um leið velfarnaðar í nýju og spennandi verkefni.“

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024