Sigþrúður Ármann hefur hafið störf hjá Verslunarráði Íslands. Sigþrúður er að ljúka námi við lagadeild Háskóla Íslands. Lokaritgerð hennar fjallar um peningaþvætti. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Sigþrúður var formaður Orators, félags laganema. Hún mun starfa sem annar tveggja lögfræðinga Verslunarráðs. Unnusti hennar heitir Jóhannes Egilsson.