Viðskiptaráð Íslands

Framtíðarsýn nýrrar kynslóðar á fjármálamarkaði

Framtíðarsýn nýrrar kynslóðar á fjármálamarkaði var til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs í morgun. Þar ræddu Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans og Þórður Már Jóhannesson framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Straums um þær breytingar sem orðið hafa á íslensku viðskiptalífi og hvert þær breytingar gætu leitt íslenskt atvinnulíf í framtíðinni.

Í máli Sigurjóns kom fram að miklir möguleikar væru fyrir íslensk fyrirtæki að hasla sér völl erlendis og mörg hefðu þegar gert það. Sigurjón velti því fyrir sér hvort hægt væri, í ljósi reynslunnar, að draga þá ályktun að þau fyrirtæki sem starfa náið með fjármálafyrirtækjum ættu hægara um vik í slíkri útrás.

Þórður Már benti á ýmis atriði sem hann taldi að ný kynslóð myndi leggja áherslu í íslensku viðskiptalífi. Að hans mati mun ný kynslóð treysta síður á opinbert fjármagn en kannski oft áður. Þá lagði Þórður Már áherslu á sérhæfingu og mikilvægi endurmenntunar.

Yfir 130 manns sóttu fundinn og urðu nokkrar umræður að framsögum loknum.

Hér má finna glærur Sigurjóns og Þórðar.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024