Viðskiptaráð Íslands

Sautján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

17 íslensk fyrirtæki hlutu í dag nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda.

Á hátíðlegri athöfn á Nauthóli í dag hlutu 17 íslensk fyrirtæki nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar eru veittar af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda. Fylgni við góða stjórnarhætti stuðlar að faglegri ákvarðanatöku, ábyrgari rekstri og bættri samskiptamenningu innan fyrirtækja. Þannig verður stjórnarstarf bæði skilvirkara og traustara í augum almennings. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Fyrirmyndarfyrirtækin 17 eru afar fjölbreytt en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu árið 2025 eru:

  • Alvotech
  • Arion banki
  • Eik fasteignafélag
  • Fossar fjárfestingarbanki
  • Heimar
  • Icelandair Group
  • Íslandssjóðir
  • Kvika banki
  • Orkan IS
  • Reiknistofa bankanna
  • Reitir fasteignafélag
  • Sjóvá
  • Skagi
  • Stefnir
  • VÍS
  • Vörður tryggingar
  • Ölgerðin Egill Skallagríms

Viðurkenningarnar voru afhentar af Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi. Fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Viðskiptaráð vill nota tækifærið og óska fyrirtækjunum til hamingju með nafnbótina.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024