Skólar Sjálfseignarstofnunar Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun, Verzlunarskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, hafa nú lokið skólaárinu 2003-2004. Verslunarráð Íslands hefur um árabil veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur við útskrift og brautskráningu skólanna.
Skólaslit fóru fram í Verzlunarskóla Íslands þann 22. maí sl. Formaður Verslunarráðs, Jón Karl Ólafsson, veitt verðlaun ráðsins fyrir hæstu einkunn í viðskiptagreinum á stúdentsprófi annars vegar og hæstu einkunn á stúdentsprófi frá alþjóðadeild skólans. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut þeirra Sigurðar Smára Sigurðssonar (hæstu einkunn í viðskiptagreinum) og Guðbjargar Benjamínsdóttur (hæsta einkunn frá alþjóðadeild).
MBA nemar voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 5. júní. Formaður Verslunarráðs veitti þar Gísla Tryggvasyni verðlaun fyrir afburðanámsárangur.
Laugardaginn 11. júní sl. var svo almenn brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík. Þar flutti formaður Verslunarráðs hátíðarræðu og veitt verðlaun ráðsins fyrir framúrskarandi námsárangur á BS-prófi í viðskiptafræði og á BS-prófi í tölvunarfræði. Þeir nemendur sem sem verðlaunin hlutu voru þau Kristín Eva Jónsdóttir BS í viðskiptafræði og Daði Ármannsson BS í tölvunarfræði.
MBA útskriftarnemar júní 2004