Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema Verzlunarskólans


Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir og Ásta Kolbrún Zimsen

Kristín Amalía Líndal og Katrín María Timonen


Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá viðskiptasviði og alþjóðasviði Verzlunarskóla Íslands. Síðastliðinn laugardag, þann 26. maí sl. var árleg útskrift Verzlunarskólans haldin með óvenjulegu sniði þar sem annars vegar fyrsti árgangur þriggja ára framhaldsskólanáms útskrifaðist og hins vegar síðasti 6. bekkurinn að loknu fjögurra ára framhaldsnámi. Viðskiptaráð talaði með og fyrir þessari mikilvægu breytingu sem fól í sér styttingu framhaldsskólanáms til þriggja ára. Breytingin festir Verzlunarskólann enn frekar í sessi sem leiðandi framhaldsskóla á Íslandi.

Védís Hervör Árnadóttir, fyrrum stúdent frá Verzlunarskólanum og samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fjóra nemendur.

Sagði Védís meðal annars í ræðu sinni: ,,Það er kannski klisja í dag að tala um bestu útgáfuna af sjálfum sér en ef til vill er þessi margumtalaða framleiðni okkar lands eitthvað háð því að fólk hlusti meira á hjartað – elti drauma sína. Slík markmið eru stór hluti af allri nýsköpun, en eins og Viðskiptaráð hefur margsinnis bent á síðustu misseri þá er nýsköpun og hugvitsdrifinn útflutningur leiðin fram á við til aukinnar hagsældar á Íslandi."

Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu Viðskiptaráðs fyrir framúrskarandi námsárangur:

Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir

fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum á viðskiptasviði á stúdentsprófi

Ásta Kolbrún Zimsen

fyrir bestan árangur í alþjóðafræðum á alþjóðasviði á stúdentsprófi

Kristín Amalía Líndal

fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum á viðskiptasviði á stúdentsprófi

Katrín María Timonen

fyrir bestan árangur í alþjóðafræðum á alþjóðasviði á stúdentsprófi


Viðskiptaráð óskar þeim til hamingju með árangurinn og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Ræða Védísar Hervarar á fyrri útskrift í heild sinni.

Ræða Védísar Hervarar á seinni útskrift í heild sinni.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024