Viðskiptaráð Íslands

Hvar er þörfin? - Því skyldum við ekki setja reglur?

Á morgunverðarfundi Verslunarráðs spurði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra því skyldum við ekki setja reglur? Með þessum orðum sínum var Valgerður að svara Þórunni Guðmundsdóttur, hrl. sem hafði spurt „hvar er þörfin“ og vísaði spurningin til tillagna nefndar viðskiptaráðherra um að fá samkeppnisyfirvöldum i heimild til þess að krefjast þess að fyrirtæki, við tilteknar aðstæður, breyttu skipulagi sínu. Gunnar Jónsson, hrl.  gagnrýndi orð ráðherra er hann sagði: „[...] Mér finnst afleitt að heyra viðskiptaráðherra spyrja spurningarinnar því skyldum við ekki setja reglur? Spurningin er með öfugum formerkjum, hún  hlýtur að eiga að vera hvort þurfi að setja reglur. Því miður hefur tilhneiging löggjafans verið þessi og settar hafa verið á laggirnar nefndir sem falið er að skoða t.d. eignarhald á fjölmiðlum eða reglur sem gilda um viðskiptalífið, án þess að fyrir liggi að til staðar sé vandamál sem þarfnist lausnar. Nefndirnar hafa tilhneigingu til þess að finna það sem harðast er á hverjum stað. Nefndin um viðskiptalífið finnur samkeppnisreglur frá Noregi, sem hvergi annarstaðar eiga sér samsvörun og hún finnur reglur um starfandi stjórnarformenn í Danmörku, sem heldur eiga sér ekki samsvörun. Það sem merkilegt er með reglurnar frá Danmörku er að þær voru beinlínis settar sem viðbrögð við tilteknu hneykslismáli sem olli upplausnarástandi þar í landi. Gamalt, virt og rótgróið félag fór á hausinn með hvelli og löggjafinn taldi sig verða að bregðast við. Haft var eftir dönskum þingmanni að „hann skildi svo sem ekkert málið en ekki gæti sakað að herða á reglunum". Nefnd viðskiptaráðherra leggur til að danska lagareglan sem varð til upp úr þessu verði fest í lög hér. Og það sem meira er, viðskiptaráðherra notar orðalag sem er óþægilega nærri því sem danski þingmaðurinn notaði „því skyldum við ekki setja reglur?“

Sjá meira um fundinn http://www.vi.is/news.asp?id=526&news_ID=346&type=one

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024